Hver er Birna Varðardóttir?
Ég er doktor í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands en starfa nú sem nýdoktor hjá Eurac Research / Insitute of Mountain Emergency Medicine á Ítalíu.
Fyrir það er ég með BS gráðu í næringarfræði frá HÍ og meistaragráðu í hreyfivísindum (e. Human Movement Science) og íþróttanæringarfræði frá Maastricht háskóla í Hollandi. Sjálf hef ég mikla reynslu úr íþróttunum, bæði sem íþróttakona og þjálfari auk þess að hafa unnið náið með íþróttafólki og öðrum hópumgegnum mínar rannsóknir. Einnig held ég reglulega fyrirlestra um íþróttanæringu og tengd viðfangsefni fyrir íþróttafélög og aðra hópa.
Rannsóknir Birnu
Rannsóknir mínar hafa lengst af beinst að næringu íþróttafólks og hlutfallslegum orkuskorti í íþróttum (e. Relative Energy Deficiency in Sport, REDs). Doktorsrannsóknin mín, RED-Í, hafði það að markmiði að meta tiltæka orku (e. energy availability) og einkenni REDs meðal íslensks íþróttafólks. Einnig vann ég um tíma við rannsóknir á lífeðlisfræðilegum orsökum fæðu- og átraskana í Danmörku. Sem nýdoktor (postdoc) stunda ég nú rannsóknir á lífeðlisfræðilegum áhrifum og aðlögun dvalar í hæð (altitude research).
Doktorsritgerðin mín er aðgengileg á heimasíðu Opinna vísinda.
Ítarlegra yfirlit yfir starfsreynslu og fræðilegar birtingar má finna hér á síðunni undir CV auk samantektar um helstu rannsóknarafurðir.
Hafa samband
Hægt er að hafa samband við mig gegnum tölvupóst: birnavar (hjá) gmail.com